Vilt þú kaupa snjallmerki á töskuna þína? Láttu okkur vita.

Vertu með þeim fyrstu inn í framtíð farangursflutninga

Hugsaðu þér hvað það væri þægilegt að innrita farangurinn á flugvellinum með örfáum smellum á snjallsímann. Við erum eitt af fyrstu flugfélögunum til að gera farþegum kleift að sleppa því að prenta út farangursmerkingar á flugvellinum. Ef þú átt nú þegar snjallmerki (rafrænt töskumerki), getur þú notað það í öll flug Icelandair og hjá öllum flugfélög sem eiga í samstarfi við BAGTAG. 

Ef þú skyldir hafa áhuga á að festa kaup á snjallmerki fyrir farangurinn þinn, biðjum við þig að fylla út formið hér neðar á síðunni. 

Hugsaðu þér hvað það væri þægilegt að innrita farangurinn á flugvellinum með örfáum smellum á snjallsímann. Við erum eitt af fyrstu flugfélögunum til að gera farþegum kleift að sleppa því að prenta út farangursmerkingar á flugvellinum. Ef þú átt nú þegar snjallmerki (rafrænt töskumerki), getur þú notað það í öll flug Icelandair og hjá öllum flugfélög sem eiga í samstarfi við BAGTAG. 

Ef þú skyldir hafa áhuga á að festa kaup á snjallmerki fyrir farangurinn þinn, biðjum við þig að fylla út formið hér neðar á síðunni. 

Hvers vegna ætti ég að skrá mig á biðlistann?

Vertu með á nótunum: Fylgstu með öllum nýjustu vendingum þegar kemur að rafrænum töskumerkingum. 

Láttu vita af áhuga þínum: Deildu áhuga þínum á framtíð ferðaþjónustu án þess að skuldbinda þig til kaupa. Þannig getur þú hjálpað okkur að móta framtíðarstefnuna. 

Fáðu allt það nýjasta: Fréttu af nýjustu tækifærum um leið og þau koma til sögunnar. 

Fylgstu með*

Hefurðu einhverjar óskir um útlit?

*Athugið: Með því að skrá þig á þennan póstlista, lýsir þú yfir áhuga á snjallmerkjalausn Icelandair. Hafðu í huga að þetta er ekki trygging fyrir því að neinar tilteknar vörur muni standa þér til boða í framtíðinni. Takk fyrir að taka þátt í nýsköpun okkar á sviði ferðaþjónustu

Við viljum gera ferðalagið enn þægilegra

Við viljum gera ferðalagið
enn þægilegra

Hnökralaus innritun​

Innritaðu þig áreynslulaust, að heiman eða hvaðan sem er. 

1. Innritun

Innritaðu þig og farangurinn þinn í sama mund. 

2. Merking

Búðu til rafrænt töskumerki í appinu og skráðu það á farangurinn þinn. 

3. Skila farangri

Skilaðu farangrinum í sjálfsinnritunarstöð á flugvellinum.

Hnökralaus innritun

Innritaðu þig áreynslulaust, heiman eða hvaðan sem er. 

Innritun

Innritaðu þig og farangurinn þinn í sama mund. 

Merking

Búðu til rafrænt töskumerki í appinu og skráðu það á farangurinn þinn. 

Skila farangri

Skilaðu farangrinum í sjálfsinnritunarstöð á flugvellinum.

Þetta segja notendur BAGTAG

80%

segja að reynsla þeirra af snjallmerkjum sé framúrskarandi / mjög góð 

99%

segjast ætla að nota snjallmerkin aftur í framtíðinni 

82%

telja besta eiginleika snjallmerkjanna vera hve þægileg þau eru í notkun

Algengar spurningar

Allt það helsta um rafrænar merkingar. Vinsamlega skoðaðu hjálparsíðuna til þess að fá leiðbeiningar um notkun eða hafa samband við þjónustuver. 

Snjallmerki (eða rafrænt töskumerki) má nota í stað pappírsmerkjanna sem vanalega eru fest á farangur við innritun. Um leið og búið er að skrá upplýsingar inn á rafræna töskumerkið, virkar það nákvæmlega eins og pappírsmerki.

  • Þú þarft að eiga síma með NFC og Bluetooth 4.0, t.d. iPhone SE (önnur kynslóð) / iPhone númer 7 eða hærra eða Samsung A51 og nýrri týpur.
  • Þú getur notað snjallmerkið þegar þú ferðast með Icelandair eða öðrum flugfélögum með BAGTAG-þjónustu. 

Hér finnur þú öll flugfélög sem bjóða upp á BAGTAG.

Snjallmerkin frá BAGTAG eru sérhönnuð fyrir ferðalög og geta staðið af sér allt það hnjask sem líklegt er að farangur verði fyrir á leið sinni á áfangastað.

Á öllum þeim stöðum sem standa til boða: 

  • Á sjálfsafgreiðslustöðvum fyrir farangur 
  • Pre-tagged drop-off points
  • Við venjuleg innritunarborð


Þú sparar í öllum tilfellum tíma, því farangurinn þinn hefur þegar verið innritaður. Mestan tíma spararðu ef þú nýtir þér sjálfsafgreiðslustöðvarnar. 

Farangurinn er vigtaður þar sem honum er skilað. Ef hann reynist vera of þungur skaltu fylgja reglum flugfélagsins sem þú flýgur með. 

Með BAGTAG, getur þú komist hjá biðröðinni á vellinum með því að nota snjallmerki og skila farangrinum á sjálfsafgreiðslustöð. 

Snjallmerkin frá BAGTAG eru sérhönnuð fyrir ferðalög og geta staðið af sér allt það hnjask sem líklegt er að farangur verði fyrir á leið sinni á áfangastað.“

Skoðaðu síðuna okkar með algengum spurningum eða hafðu samband við þjónustuverið okkar til að fá aðstoð. 

We're here to help

Please fill in your details and we will contact you.